EQUAL PAY STATEMENT

Jafnlaunastefnan tekur til allra starfsmanna Leó Seafood og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum félagsins þau réttindi sem kveðið er á um í 6. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Launaákvarðanir eru í samræmi við kjarasamninga, studdar rökum og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafn verðmæt störf óháð kyni. Launaákvarðanir taka einnig mið af inntaki starfa, álagi, hæfni og árangri starfsmanna.

Jafnlaunastefnan er hluti af launastefnu Leó Seafood þar sem sérstaklega eru settar fram aðgerðir til að tryggja launajafnrétti. Þar segir að óheimilt sé að mismuna starfsmönnum félagsins vegna kyns, kynhneigðar eða ólíks uppruna. Meginmarkmið jafnlaunastefnunnar er að enginn óútskýrður launamunur sé á milli kynja í Leó Seafood.

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu og ná markmiðum jafnlaunastefnu Leó Seafood, skuldbindur félagið sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og öðlast vottun í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
  • Framkvæma árlega launagreiningu.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda.
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af framkvæmdastjórn að þeim sé hlýtt.
  • Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum félagsins og hafa hana aðgengilega almenningi á vefsíðu félagsins.

Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á jafnlaunastefnu Leó Seafood og að þeim lagalegu kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Jafnlaunastefnan nær yfir alla starfsmenn félagsins. Verkefnastjóri er tilnefndur fulltrúi framkvæmdastjórnar og hefur umsjón með jafnlaunakerfinu. Jafnframt sér verkefnastjóri um framfylgd launastefnunnar, innleiðingu á jafnlaunakerfi, viðhaldi þess og stöðugum úrbótum.