ABOUT US

Godthaab í Nöf Plc was founded on October 15th 2001. The first task was to re-design the company headquarters at Gardavegur 14, which had previously been a processing plant for salted- and dried fish and, in more recent years, a saltfish storage facility. The building was in bad disrepair and the following months saw a lot of effort and hard work put into getting it in order for food processing. All the hard work paid off and processing began on February 1st 2002. In the beginning the company had a staff of 20 persons and the processing equipment was comprised of a modified Baader 189 filleting machine, a second-hand flow line, two freezing compartments and two freezing containers, in which the fully processed products were stored. During the following years the operation grew steadily, the number of employees increased and the second floor of the building in which the company was situated was acquired. A new freezer was built and machinery and equipment expanded in accordance with the growing operation. In 2010 a new 680 m2 extension was added to the building. Today there are between 90-100 (70) employees in Godthaab and 5500 (4000) tons of raw material are processed annually.

STATEMENTS

launastefna Leo Seafood

Hjá Leó Seafood ríkir virðing gagnvart ólíkum störfum og starfsfólki. Leó Seafood starfar sem ein heild þvert á svið starfsmanna. Stefna Leó Seafood í launamálum byggir á sanngirni og réttlæti. Meginmarkmið launastefnunnar er að starfsfólk fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína, óháð kyni, trúarbrögðum eða þjóðerni. Launaákvarðanir eru byggðar á málefnalegum forsendum í samræmi við fyrirliggjandi starfslýsingar og eru teknar að framkvæmdarstjórn.

Leó Seafood greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga en jafnframt er tekið mið af kröfum sem gerðar eru varðandi þekkingu, hæfni og ábyrgð starfsmanna. Leó Seafood ber skylda til að bjóða ekki lakari heildarkjör (greiðslur og hlunnindi) en almennir kjarasamningar segja til um. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Leó Seafood stuðlar að því að enginn óútskýrður launamunur sé til staðar í samræmi við jafnréttislögin nr.150/2020. Ef óútskýrður launamunur milli kynja reynist til staðar skal framkvæmdarstjórn bregðast við því. Telji starfsmaður sig ekki vera í réttri launaröðun getur viðkomandi óskað eftir að laun verði rýnd á grunni gildandi verklagsreglna jafnlaunakerfis Leó Seafood og ákvæða laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna.

Forstjóri ber ábyrgð á launastefnu Leó Seafood sem tekur til allra starfsmanna félagsins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Verkefnastjóri er tilnefndur fulltrúi framkvæmdarstjórnar og hefur umsjón með jafnlaunakerfi. Jafnframt sér verkefnastjóri um framfylgd launastefnunnar, innleiðingu á jafnlaunakerfi, viðhaldi þess og stöðugum úrbótum. Jafnlaunastefna Leó Seafood er órjúfanlegur hluti af launastefnu þessari.

Jafnlaunastefna Leo Seafood

Tekur til allra starfsmanna Leó Seafood og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum félagsins þau réttindi sem kveðið er á um í 6. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Launaákvarðanir eru í samræmi við kjarasamninga, studdar rökum og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafn verðmæt störf óháð kyni. Launaákvarðanir taka einnig mið af inntaki starfa, álagi, hæfni og árangri starfsmanna.

Jafnlaunastefnan er hluti af launastefnu Leó Seafood þar sem sérstaklega eru settar fram aðgerðir til að tryggja launajafnrétti. Þar segir að óheimilt sé að mismuna starfsmönnum félagsins vegna kyns, kynhneigðar eða ólíks uppruna. Meginmarkmið jafnlaunastefnunnar er að enginn óútskýrður launamunur sé á milli kynja í Leó Seafood.

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu og ná markmiðum jafnlaunastefnu Leó Seafood, skuldbindur félagið sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og öðlast vottun í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
  • Framkvæma árlega launagreiningu.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda.
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af framkvæmdastjórn að þeim sé hlýtt.
  • Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum félagsins og hafa hana aðgengilega almenningi á vefsíðu félagsins.

Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á jafnlaunastefnu Leó Seafood og að þeim lagalegu kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Jafnlaunastefnan nær yfir alla starfsmenn félagsins. Verkefnastjóri er tilnefndur fulltrúi framkvæmdastjórnar og hefur umsjón með jafnlaunakerfinu. Jafnframt sér verkefnastjóri um framfylgd launastefnunnar, innleiðingu á jafnlaunakerfi, viðhaldi þess og stöðugum úrbótum.

THE SHAREHOLDERS

Daði Pálsson
Sigurjón Óskarsson

Baldur ehf.
Gylfi Sigurjónsson,
Viðar Sigurjónsson,
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir